Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Velkomin(n)

Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.   Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Hér var um sumarverslunarstað að ræða eins og tíðkaðist í þá daga.

Nýjustu fréttir

 • Miđaldadagar um helgina

  miđvikudagur 15.júl.15 12:27

  Miðaldadagar á Gásum verða haldnir núna á föstudag, laugardag og sunnudag. Opið kl. 11-18 alla dagana. Þetta er skemmtun sem hentar allri fjölskyldunni og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 • Veitingafólk á Miđaldadögum

  föstudagur 26.jún.15 11:24

  Nýir rekstraraðilar á Engimýri, þau Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Böðvar Igni Aðalsteinsson munu sjá um veitingasölu á Miðaldadögum á Gásum. Þau hafa nýlega tekið við rekstrinum á Engimýri og hlakka mikið til að takast á við mat og drykk að hætti miðaldafólks. 

 • Bátasmíđi ađ Gásum

  mánudagur 15.jún.15 15:44

  Á Miðaldadögum í sumar hefst skemmtilegt verkefni sem á vonandi eftir að standa í mörg ár. Hafist verður handa við að smíða bát sem verður alfarið smíðaður með miðaldaverkfærum og með verklagi frá því um 1300. Hjalti Hafþórsson bátasmiður verður við þessa iðju ásamt fleirum, en báturinn verður eingöngu í smíðum á meðan Miðaldadagar standa yfir, svo hætt er við því að báturinn verði ekki tilbúinn fyrr en eftir býsna mörg ár. Það er þó alveg í stakasta lagi, því markmiðið með þessu verkefni er ekki að búa til bát, heldur sýna verklagið sem væntanlega var viðhaft við bátasmíðar í kring um árið 1300.

 • Miđaldadagar 2015

  mánudagur 11.maí.15 11:34
  Ýmis varningur er til sölu á Miđaldadögum

  Miðaldadagar 2015 verða haldnir 17.-19. júlí,
  frá föstudegi til sunnudags.

  Alla dagana verður opið kl 11-18. 


Gásakaupstađur ses

Framkvæmdastjóri Miðaldadaga á Gásum er Skúli Gautason
Netfangið er skuli@gasir.is og símanúmerið 896 8412

 

Mynd augnabliksins

_MG_9904.jpg

Heimsóknir

Í dag: 1
Samtals: 1060210

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

 • islenska
 • english

Framsetning efnis